Markús Árelíus - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Markús Árelíus Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu Jump to navigation Jump to search Markús Árelíus Rómverskur keisari Valdatími 161 – 180 með Luciusi Verusi (161 – 169) með Commodusi (177 – 180) Fæddur: 26. apríl 121 Fæðingarstaður Róm Dáinn: 17. mars 180 Dánarstaður Vindobona (Vínarborg) Forveri Antónínus Píus Eftirmaður Commodus Maki/makar Faustina yngri Börn 14 börn, þ.á.m: Lucilla Commodus Faðir Marcus Annius Verus Móðir Lucilla Domitia Fæðingarnafn Marcus Annius Verus Keisaranafn Caesar Marcus Aurelius Antoninus Augustus Ætt Antónínska ættin Tímabil Góðu keisararnir fimm Markús Árelíus Antonínus Ágústus (26. apríl 121 – 17. mars 180) var keisari Rómaveldis á árunum 161 – 180. Hann var fimmti og síðasti keisarinn af hinum „fimm góðu keisurum“ sem ríktu frá 96 til 180. Markús Árelíus var einnig stóískur heimspekingur og ritaði Hugleiðingar. Efnisyfirlit 1 Fjölskylda 2 Leiðin til valda 3 Keisari 3.1 Sameiginleg stjórn 3.2 Stríð 3.2.1 Parþar 3.2.2 Germanir 4 Dauði 5 Tilvísanir 6 Heimildir Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða] Markús Árelíus var fæddur árið 121, sonur hjónanna Domitiu Lucillu og Marcusar Anniusar Verusar. Marcus Annius Verus var ættaður frá Baeticu, á núverandi Spáni. Afi hans (langafi Markúsar Árelíusar) var fyrsti öldungaráðsmaðurinn (senator) í ættinni, en fjölskylda hans hafði efnast á ólífurækt. Föðurafi Markúsar Árelíusar (sem einnig hét Marcus Annius Verus) varð ræðismaður (consul) þrisvar sinnum og hjá honum ólst Markús að miklu leiti upp. Markús átti eina yngri systur, sem hét Annia Cornificia Faustina, og var hún um tveimur árum yngri en hann. Faðir Markúsar lést þegar hann var um þriggja ára. Móðir hans, Domitia Lucilla, var af efnuðu fólki komin og átti fjölskylda hennar þakflísaverksmiðju, sem Markús erfði.[1] Markús giftist Faustinu yngri árið 145. Faustina var dóttir Antónínusar Píusar og hafði áður verið trúlofuð Luciusi Verusi. Markús og Faustina áttu 14 börn saman, þ.á.m. Lucillu og Commodus. Lucilla giftist síðar Luciusi Verusi, en Commodus varð keisari Rómaveldis að föður sínum látnum, árið 180. Faustina hafði orð á sér að eiga marga elskhuga aðra en Markús en engu að síður entist hjónaband þeirra í þrjátíu ár, eða til ársins 175, þegar Faustina lést. Leiðin til valda[breyta | breyta frumkóða] Marcus Annius Verus var frændi Trajanusar keisara og einnig var hann mágur Antónínusar Píusar, sem síðar varð keisari. Árið 138 kaus Hadríanus, þáverandi keisari, Antónínus Píus sem eftirmann sinn og ættleiddi hann þann 25. febrúar. Sama dag, að fyrirmælum Hadríanusar, ættleiddi Antónínus Píus Markús Árelíus og Lucius Verus, son Aeliusar Verusar, með það fyrir augum að þeir yrðu eftirmenn hans. Markús var þá 16 ára en Lucius Verus var aðeins 7 ára.[2] Eftir ættleiðinguna urðu Markús og Antónínus nánir og Markús fór að taka að sér opinber störf og skyldur. Árið 139 fékk hann titilinn Caesar sem þýddi að hann væri þá undirkeisari og árið 140 var hann ræðismaður ásamt Antónínusi.[3] Keisari[breyta | breyta frumkóða] Sameiginleg stjórn[breyta | breyta frumkóða] Við dauða Antónínusar Píusar, 7. mars 161, tók Markús Árelíus við keisaratigninni. Antónínus hafði gert það ljóst skömmu fyrir dauða sinn að Markús ætti að verða arftaki hans með því að senda honum styttu af gyðjunni Fortunu. Valdataka Markúsar var algjörlega átakalaus og það fyrsta sem hann gerði var að deila völdum með Luciusi Verusi, líkt og Hadríanus hafði kveðið á um.[4] Þetta var í fyrsta skipti sem tveir keisarar deildu völdum í Rómaveldi, en slíkt fyrirkomulag varð algengt síðar. Á þessum tíma var orðið illmögulegt að kljást bæði við germanska þjóðflokka í norðri og á sama tíma við Parþa í austri. Lucius Verus barðist við Parþa framan af valdaferli sínum. Hann giftist Lucillu dóttur Markúsar Árelíusar. Lucius Verus lést árið 169 og varð Markús þá einn keisari. Stytta af Markúsi Árelíusi. Stríð[breyta | breyta frumkóða] Parþar[breyta | breyta frumkóða] Lucius Verus þurfti snemma á valdaferli þeirra Markúsar að berjast við Parþa um yfirráð yfir Armeníu. Þar hafði verið konungur hliðhollur Rómverjum en Parþar steyptu honum af stóli árið 161. Verus hélt til austur-landamæra ríkisins til að mæta Pörþum og barðist við þá frá 162 til 166. Verus endurheimti Armeníu úr höndum Parþa árið 163, og þar var á ný settur konungur hliðhollur Rómverjum. Parþar voru lagðir að velli árið 166. Verus fagnaði sigrinum í Róm með Markúsi seint á árinu 166 og báðir tóku þeir sér titlana „Armeniacus“, „Parthicus Maximus“ og „Medicus“ af þessu tilefni. Þegar herdeildirnar sneru til baka úr stríðinu báru þær með sér plágu, sem breiddist út og varð að faraldri árið 167. Plágan geisaði í mörg ár og varð Rómarborg sérstaklega illa úti. Germanir[breyta | breyta frumkóða] Sigurbogi Markúsar Árelíusar í Trípólí Germanskir þjóðflokkar höfðu ráðist ítrekað á norðanverð landamæri Rómaveldis. Sérstaklega inn í Gallíu og yfir Dóná. Árið 168 héldu Markús og Lucius Verus til norður-landamæranna við Dóná til þess að bregðast við árásunum en ekki reyndist þörf á miklum aðgerðum á þeim tímapunkti og því sneru þeir til baka vorið 169. Á leiðinni heim varð Verus skyndilega alvarlega veikur og lést nokkrum dögum síðar. Eftir að hafa séð um útför Verusar í Róm þurfti Markús fljótlega að halda aftur norður til að mæta germönunum. Germanirnir höfðu náð að ráðast allt suður til Aquileia, borgar á Norður-Ítalíu, og takmark Markúsar var að reka þá aftur norður fyrir landamærin við Dóná. Herbragð Markúsar í stríðinu var að einangra hvern og einn ættbálk innan þjóðflokkanna og berjast við þá sér, og neiða þá þannig til að semja um frið. Þessi stefna Markúsar var árangursrík en einnig tímafrek og varð til þess að keisarinn varði mestum sínum tíma, það sem eftir var valdaferils síns, á vígstöðvunum.[5] Rómverjar börðust undir stjórn Markúsar við germanska þjóðflokka á árunum 169 til 175 og 178 til 180, einkum við Marcomanni og Quadi 172 og 173 og svo við Sarmatia 174. Minntust menn þessara herferða með reisn. Í Róm var reist Súla Markúsar Árelíusar þar sem saga herferðanna var skráð. Árið 175 lýsti landsstjórinn í Sýrlandi, Avidius Cassius, sjálfan sig keisara. Avidius hafði verið einn helsti hershöfðinginn í stríðinu gegn Pörþum, undir stjórn Luciusar Verusar. Þessi uppreisn virðist reyndar hafa verið byggð á þeim miskilningi að Markús hefði látist í stríðinu gegn germönum. Avidius hélt uppreisninni engu að síður áfram eftir að hafa gert sér grein fyrir miskilningnum, og fékk stuðning víðs vegar um austanvert heimsveldið. Markús hélt af stað til þess að mæta honum en Avidius var myrtur, af hermanni hliðhollum Markúsi, áður en til átaka kom. Árið 177 gerði Markús Árelíus Commodus, son sinn, að meðkeisara og stýrði Rómaveldi með honum til dauðadags. Dauði[breyta | breyta frumkóða] Markús Árelíus andaðist 17. mars 180 í herleiðangri gegn Marcomönnum og Quadum þar sem nú er Vínarborg. Skömmu síðar voru Germönsku þjóðflokkarnir sigraðir. Ýmsir álita að Rómarfriði hafi lokið við andlát Markúsar Árelíusar.   Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Markús Árelíus Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða] ↑ Illustrated History of the Roman Empire ↑ Scarre (1995): 114. ↑ Scarre (1995): 114. ↑ Benario (2001). ↑ Benario (2001). Heimildir[breyta | breyta frumkóða] Benario, Herbert W., „Marcus Aurelius (A.D. 161-180).“ De Imperatoribus Romanis (2001). „'Marcus Aurelius' Marcus Annius Verus (AD 121 - AD 180) Geymt 2013-05-25 í Wayback Machine.“ Illustrated History of the Roman Empire. Scarre, Chris, Chronicle of the Roman Emperors, the Reign–by–Reign Record of the Rulers of Imperial Rome (London: Thames & Hudson, 1995). http://www.livius.org/di-dn/divi_fratres/marcus.html Fyrirrennari: Antónínus Píus Keisari Rómaveldis (161 – 180) Eftirmaður: Commodus s r b Stóuspeki Stóuspekingar Snemmstóuspeki Zenon frá Kitíon · Persajos · Ariston frá Kíos · Sfæros · Kleanþes · Krýsippos · Zenon frá Tarsos · Krates frá Mallos · Díogenes frá Babýloníu · Antipatros frá Tarsos Miðstóuspeki Panætíos · Dardanos · Mnesarkos · Hekaton frá Ródos · Póseidóníos · Díodótos · Geminos · Antipatros frá Týros · Aþenodóros Cananites Síðstóuspeki Seneca yngri · Cornutus · Musonius Rufus · Kleomedes · Epiktetos · Híerókles · Markús Árelíus Heimspeki stóuspeki · stóísk frumspeki · stóísk náttúruspeki · stóísk rökfræði · stóísk siðfræði · Nýstóuspeki Hugtök Dygð · Frelsi viljans · Hamingja · Sálarró · Skylda · Skynsemi · Þekking Rit Ritgerðir (Epiktetos) · Handbókin (Epiktetos) · Samræðurnar (Seneca) · Bréfin (Seneca) · Hugleiðingar (Markús Árelíus) s r b Rómverskir og austrómverskir keisarar Rómverska keisaradæmið 27 f.Kr – 476 e.Kr Principatið 27 f.Kr – 235 e.Kr Ágústus · Tíberíus · Calígúla · Claudíus · Neró · Galba · Otho · Vitellius · Vespasíanus · Títus · Dómitíanus · Nerva · Trajanus · Hadríanus · Antonínus Píus · Markús Árelíus · Lucius Verus · Commodus · Pertinax · Didius Julianus · Septimius Severus · Caracalla · Geta · Macrinus með Diadumenianusi · Elagabalus · Alexander Severus 3. aldar kreppan 235–284 Maximinus Thrax · Gordianus 1. og Gordianus 2. · Pupienus og Balbinus · Gordianus 3. · Philippus arabi · Decius með Herenniusi Etruscusi · Hostilianus · Trebonianus Gallus með Volusianusi · Aemilianus · Valerianus · Gallienus með Saloninusi · Claudius Gothicus · Quintillus · Aurelianus · Tacitus · Florianus · Probus · Carus · Carinus · Numerianus Dóminatið 284–395 Diocletianus · Maximianus · Constantius Chlorus · Galerius · Severus · Maxentius · Maximinus Daia · Licinius með Valeriusi Valens og Martinianusi · Konstantínus mikli með Crispusi · Constantinus 2. · Constans 1. · Constantius 2. með Vetranio · Julianus · Jovianus · Valentinianus 1. · Valens · Gratianus · Valentinianus 2. · Magnus Maximus · Theodosius 1. Vestrómverska keisaradæmið 395–476 Honorius · Constantius 3. · Joannes · Valentinianus 3. · Petronius Maximus · Avitus · Majorianus · Libius Severus · Anthemius · Olybrius · Glycerius · Julius Nepos · Romulus Augustus Austrómverska keisaradæmið 395–1453 395 – 717 Arcadius · Theodosius 2. · Pulcheria · Marcianus · Leo 1. · Leo 2. · Zeno · Basiliscus · Anastasius 1. · Justinus 1. · Justinianus 1. · Justinus 2. · Tiberius 2. · Mauricius · Phocas · Heraclius · Constantinus 3. · Heraklonas · Constans 2. · Constantinus 4. · Justinianus 2. · Leontios · Tiberios 3. · Philippikos · Anastasios 2. · Theodosios 3. 717 – 1204 Leo 3. · Constantinus 5. · Artabasdos · Leo 4. · Constantinus 6. · Irene · Nikephoros 1. · Staurakios · Mikael 1. · Leo 5. · Mikael 2. · Theophilos · Mikael 3. · Basileios 1. · Leo 6. · Alexander · Constantinus 7. · Romanos 1. · Romanos 2. · Nikephoros 2. · Johannes 1. · Basileios 2. · Constantinus 8. · Zoe · Romanos 3. · Mikael 4. · Mikael 5. · Constantinus 9. · Theodora · Mikael 6. · Isaac 1. · Constantinus 10. · Mikael 7. · Romanos 4. · Nikephoros 3. · Alexios 1. · Johannes 2. · Manuel 1. · Alexios 2. · Andronikos 1. · Isaac 2. · Alexios 3. · Alexios 4. · Nikolaos Kanabos · Alexios 5. Keisaradæmið í Níkeu 1204–1261 Constantinus Laskaris · Theodoros 1. · Johannes 3. · Theodoros 2. · Johannes 4. 1261–1453 Mikael 8. · Andronikos 2. · Mikael 9. · Andronikos 3. · Johannes 5. · Johannes 6. · Mattheus Kantakouzenos · Andronikos 4. · Johannes 7. · Andronikos 5. · Manuel 2. · Johannes 8. · Constantinus 11. Sjá einnig Listi yfir rómverska keisara · Listi yfir austrómverska keisara Sótt frá „https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Markús_Árelíus&oldid=1696748“ Flokkar: Fólk fætt árið 121 Fólk dáið árið 180 Rómverskir keisarar Stóuspekingar Leiðsagnarval Tenglar Ekki skráð/ur inn Spjall Framlög Stofna aðgang Skrá inn Nafnrými Síða Spjall Útgáfur Sýn Lesa Breyta Breyta frumkóða Breytingaskrá Meira Leit Flakk Forsíða Úrvalsefni Efnisflokkar Handahófsvalin síða Hjálp Verkefnið Nýlegar breytingar Nýjustu greinar Samfélagsgátt Potturinn Fjárframlög Verkfæri Hvað tengist hingað Skyldar breytingar Hlaða inn skrá Kerfissíður Varanlegur tengill Síðuupplýsingar Vitna í þessa síðu Wikidata hlutur Prenta/sækja Búa til bók Sækja PDF-skrá Prentvæn útgáfa Í öðrum verkefnum Wikimedia Commons Á öðrum tungumálum Afrikaans Aragonés Ænglisc العربية مصرى Asturianu Azərbaycanca تۆرکجه Bikol Central Беларуская Български བོད་ཡིག Brezhoneg Bosanski Català Čeština Cymraeg Dansk Deutsch Zazaki Ελληνικά English Esperanto Español Eesti Euskara Estremeñu فارسی Suomi Føroyskt Français Frysk Gaeilge Gàidhlig Galego 客家語/Hak-kâ-ngî עברית हिन्दी Hrvatski Magyar Հայերեն Interlingua Bahasa Indonesia Ido Italiano 日本語 ქართული Kongo Қазақша 한국어 Latina Lingua Franca Nova Lietuvių Latviešu Malagasy Македонски Монгол मराठी Bahasa Melayu မြန်မာဘာသာ Napulitano Nederlands Norsk nynorsk Norsk bokmål Occitan Polski Piemontèis پنجابی Português Română Русский Sicilianu Scots Srpskohrvatski / српскохрватски Simple English Slovenčina Slovenščina Shqip Српски / srpski Svenska Kiswahili தமிழ் Тоҷикӣ ไทย Tagalog Türkçe Українська Oʻzbekcha/ўзбекча Tiếng Việt Winaray 吴语 Yorùbá 中文 文言 Bân-lâm-gú 粵語 Breyta tenglum Þessari síðu var síðast breytt 29. desember 2020, klukkan 07:41. Textinn er gefinn út samkvæmt Creative Commons Tilvísun-DeilaEins leyfi. Sjá nánar í notkunarskilmálum. Meðferð persónuupplýsinga Um Wikipediu Fyrirvarar Farsímaútgáfa Forritarar Tölfræði Yfirlýsing vegna vefkakna